26 smáskífur á einu ári

Hljómsveitin Ash í Laugardalshöll.
Hljómsveitin Ash í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn

Hinir sérlegu Íslandsvinir í norður-írsku sveitinni Ash hyggjast slá öll met í smáskífufræðum frá og með september en þá munu 26 slík stykki koma út á 12 mánaða tímabili. Ash er lofuð smáskífusveit og ætti því ekki að vera skotaskuld úr því að snara út smellum í tugatali.

Til að gefa smá forsmekk er nú hægt að hlaða laginu „Return Of White Rabbit“ niður frítt af opinberri vefsíðu sveitarinnar. Smáskífurnar tuttugu og sex falla undir svokallaða „A til Z röð“ og fyrsta smáskífan mun kallast „True Love 1980“.

Leiðtoginn, Tim Wheeler, lýsti því yfir í hitteðfyrra að Ash myndi aldrei gefa út hefðbundna plötu framar og þetta væri hennar tilraun til að prófa eitthvað nýtt í útgáfumálum en dauða plötunnar hefur verið spáð lengi vegna spilastokks- og niðurhalsvæðingar. Smáskífurnar koma út í vínyl-, geisladiska- og niðurhalsformi.

Með þessu slá Ash Leeds-sveitinni The Wedding Present við en hún gaf út tólf smáskífur 1992, allar í föstu formi, enda hið svokallaða internet þá ekki til. Já, ótrúlegt en satt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson