Varði hegðun Susan Boyle

Piers Morgan, dómari í breska hæfileikakeppniþættinum "Britains got talent", varði hegðun Susan Boyle í morgun, en greint hefur verið frá því að hún hafi látið ýmis fúkyrði vaða og haft í frammi dónalegar handarhreyfingar í átt að honum.  Morgan hefur hvatt gagnrýnendur til að hlífa henni nú þegar úrslitastund þáttarins nálgast.

Morgan sagði að álagið á hina 48 ára gömlu piparmey hefði komið í ljós í lélegri frammistöðu hennar um síðustu helgi. Hann sagði einnig að álagið á Boyle myndi aukast mikið eftir því sem úrslitaþátturinn nálgast á laugardaginn.

Morgan lýsti henni sem „ótrúlega indælli og nærgætinni“ manneskju sem hefði á einni nóttu orðið að alþjóðlegri stjörnu. „Sá sem upplifir slíka reynslu upplifir um leið alveg ótrúlegt álag,“ er haft eftir Morgan.

Boyle segist aldrei hafa verið kysst en hún breyttist frá því að vera algjörlega óþekkt í alþjóðlega stjörnu þegar hún söng  „I Dreamed A Dream“ úr söngleiknum  Les Miserables í áheyrnarprufum fyrir þáttinn Bretar hafa hæfileika [Britains got talent].

Um 100 milljónir manna hafa horft á brotið með flutningi Boyle á YouTube, þar á meðal stórstjörnur á borð við leikkonuna Demi Moore og rokkstjörnuna  Jon Bon Jovi. Þau hafa bæði lýst yfir aðdáun sinni á söngkonunni. Brotið hefur verið sýnt á sjónvarpsstöðvum um allan heim, frá Bandaríkjunum til Kína, Japan og Ástralíu. Boyle hefur einnig verið í viðtali í spjallþáttum Opruh Winfrey og  Larry King.

Um síðustu helgi brást henni hins vegar bogalistin í undanúrslitaþættinum þegar hún söng lagið „Memory“. Hún var fölsk og söng ekki í takt og sumir aðdáendur hennar á YouTube hafa velt því fyrir sér hvort hún geti ekki staðist þær væntingar sem gerðar eru til hennar.

Fjölmiðlar greindu frá því að Boyle hefði haldið þrumandi skammarræðu og gert dónalega handarhreyfingu í átt að Morgan þegar hann lofaði frammistöðu eins keppinautar hennar í öðrum undanúrslitaþætti sl. þriðjudag. Götublaðið Sun greindi jafnframt frá því að lögregla hefði verið kölluð að hóteli hennar næsta dag þegar hún blótaði tveimur ókunnugum mönnum ítrekað, eftir að þeir ögruðu henni.

Boyle fullyrðir þó, þrátt fyrir þessar fréttir, að hún geti staðið með báða fætur á jörðinni. Þegar Larry King spurði hana hvort frægðin myndi breyta henni, svaraði hún: „Því skyldi ég breytast?“ og bætti við að frægðin þýddi vissulega að hún yrði vart einmana framar.

Og þó að hún hafi orðið heimsfræg á einni nóttu býr Boyle enn í félagslegu húsnæði skammt utan Edinborgar með köttinn Pebbles einan að félagsskap. Hún er enn atvinnulaus.

Sagt er að Boyle hafi orðið fyrir súrefnisskorti í fæðingu og að henni hafi verið strítt í skóla. Þegar hún stóð fyrir framan hljóðnemann í áheyrnarprufunni fyrir þáttinn Bretar hafa hæfileika leit til að byrja með út fyrir að stríðnin myndi halda áfram þar sem áhorfendur og dómarar gátu ekki stillt sig um að hlæja að stríðu gráu hári hennar og þykkum augabrúnum.

Hins vegar var Boyle fljót að þagga niður í hæðnislegum röddum þegar hún upphóf raust sína og byrjaði að syngja. Hún hefur aldrei litið til baka síðan.

Heimili hennar í Blackburn í  Skotlandi hefur verið umsetið blaðamaönnum og ljósmyndurum sem fylgjast með hverri hreyfingu hennar, þar á meðal þegar hún lét lita á sér hárið og plokka augabrúnirnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson