Torrini trommar sig inn á Billboardlistann

Emilíana Torrini.
Emilíana Torrini.

Emilíana Torrini situr nú í 36. sæti evrópska Billboardlistans með hið svaðalega grípandi „Jungle Drum“ sem er tekið af plötu hennar, Me and Armini, sem út kom síðasta haust.

Lagið er nýtt á lista, fór semsagt beint í þetta sæti en listinn inniheldur hundrað lög. Hann heitir fullu nafni European Hot 100 Singles og er upplýsingum safnað frá fimmtán Evrópulöndum.

Lagið er gefið út af Rough Trade í Bretlandi og kom upprunalega út í mars. Lagið er eingöngu gefið út sem niðurhal, eins og síðasta smáskífa, „Big Jumps“. Eingöngu fyrsta smáskífan, titillagið sjálft, hefur komið út í efnislegu formi (sem sjötomma). Laginu góða hefur semsagt verið otað aftur að fjölmiðlungum, enda siglir Torrini af stað í mikla tónleikareisu nú um helgina.

Það verður að vonum spennandi að fylgjast með gengi lagsins á næstu vikum en Torrini náði að skjóta nokkrum málsmetandi listamönnum ref fyrir rass þessa vikuna, þ.ám. söngkonunni Little Boots sem var spáð mikilli frægð og frama í upphafi þessa árs af BBC, var þá efsti kandidatinn í spá um hverjir myndu meika það í ár.

Listann má sjá í allri sinni dýrð á billboard.com. Við lögin eru hengd ýmis veftæki og tól, hlekkir á hlustun, hringitóna, vefverslanir o.s.frv. Lag Emilíönu er þó hið eina sem hefur myndbandshlekk og kannski að þessi glúrni markaðsöngull Rough Trade-manna nái að fleyta Torrini upp listann en toppsætið þessa vikuna vermir önnur söngkona, Lady GaGa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson