Karl Malden látinn

Karl Malden.
Karl Malden. Reuters

Bandaríski leikarinn Karl Malden er látinn, 97 ára að aldri. Bandaríska kvikmyndaakademían tilkynnti þegar í kvöld en Malden var forseti hennar frá 1989 til 1992.

Rétt nafn Maldens var Mladen Sekulovich. Hann fæddist í Chicago árið 1912 en foreldrar hans voru frá Serbíu og Tékklandi. Hann lagði stund á leiklistarnám og kvæntist árið 1938 samnemanda sínum, Monu Greenburg, en þau héldu upp á 70 ára brúðkaupsafmæli í fyrra. 

Malden lék á Broadway í leikritum á borð við Allir synir mínir, eftir Arthur Miller, og Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams. Á þessum tíma kynntist hann Marlon Brando og þeir voru eftir það vinir meðan báðir lifðu ásamt leikstjóranum Elia Kazan.  

Malden lék Mitch í kvikmynd, sem gerð var eftir Sporvagninum Girnd og fékk fyrir það Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki árið 1951. Hann fékk einnig Óskarsverðlaun fyrir myndina On the Waterfront, sem Kazan leikstýrði og Brando lék aðalhlutverki í. 

Meðal annarra mynda, sem Malden lék í voru The Cincinnati Kid, Birdman of Alcatraz og Patton. Hann lék einnig í vinsælum sjónvarpsþáttum á áttunda áratugnum, sem nefndust Stræti San Francisco, þar sem Michael Douglas steig sín fyrstu spor á leiklistarbrautinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav