Birnan hlaut nafnið Snædís Karen

Snædís Birna - hvítabirnan á Hafíssetrinu á Hofsósi.
Snædís Birna - hvítabirnan á Hafíssetrinu á Hofsósi. mbl.is

Hvítabirnan, sem varðveitt er á Hafíssetrinu á Blönduósi, hefur hlotið nafnið Snædís Karen - að hluta til í höfuðið á stúlkunni sem sá hana fyrst eftir að hún gekk á land við Hraun á Skaga í fyrra, Karen Helgu Steinsdóttur. Efnt var til samkeppni og það var Ívar Snorri Halldórsson sem fékk verðlaunin fyrir besta nafnið. 

Um siðustu helgi var sérstök dagskrá í Hafíssetrinu í tilefni af Húnavöku. Á laugardeginum lásu Kolbrún Zophoníasdóttir og Erla Ísafold Sigurðardóttir ísbjarnasögur fyrir börnin og margir hlýddu á. Sagan um ísbjörninn í æðarvarpinu eftir Karen Helgu Steinsdóttur, var sérstaklega vinsæl, eins og nærri má geta.

Á sunnudaginn var haldin spurningarkeppni fyrir krakka. Þau fengu blað með spurningum og áttu svo að leita að svörunum í setrinu og fannst þeim það spennandi og skemmtilegt. Um miðjan dag veitti Þór Jakobsson gestum leiðsögn um Hafíssetrið eins og hefur verið gert nokkrum sinnum áður og er alltaf jafn vinsælt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson