Lottóvinngshafinn kominn fram

Vinningshafinn í laugardagslottóinu er kominn fram. Á vef Íslenskrar getspár segir að í dag hafi komið stressaður, ungur maður á skrifstofur Lottósins, sem varla sé búinn að jafna sig eftir að hafa komist að því að hann var einn með allar 5 tölurnar réttar í Lottó og hafði unnið sér inn tæpar 47 skattfrjálsar milljónir.

Ungi maðurinn hafði verið að skemmta sér á föstudeginum og ákvað að koma við á N1 í Hafnarfirði á leiðinni heim, aðfararnótt laugardags, til að freista gæfunnar og vera með í Lottópottinum. Maðurinn segist oft spila með og bar það svo sannarlega góðan árangur í þetta sinn.

Maðurinn var að vonum mjög ánægður og hyggst nota peningana til þess að fara í nám en það hefur hann ekki leyft sér fram til þessa. Það má því með sanni segja að vinningurinn hafi komið á góðan stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson