Dagar Kompáss taldir

Kompáss-menn Jóhannes Kr. starfar í dag sem málari en Kristinn …
Kompáss-menn Jóhannes Kr. starfar í dag sem málari en Kristinn hefur ráðið sig sem afleysingafréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu. mbl.is/Árni Sæberg

„Við fundum fyrir miklum áhuga, enda þáttur sem hafði töluvert áhorf og fylgi. Enda fundum við það þegar hann var lagður niður að sú krafa reis upp að þáttur af þessum toga yrði áfram í sjónvarpi,“ segir Kristinn Hrafnsson, einn aðstandenda fréttaskýringaþáttarins Kompáss.

Kristinn og hinir aðstandendur þáttarins, þeir Jóhannes Kr. Kristjánsson og Ingi R. Ingason, hafa undanfarna mánuði reynt að finna þættinum farveg í íslensku sjónvarpi, en þátturinn var tekinn af dagskrá Stöðvar 2 í byrjun þessa árs. Leitin hefur hins vegar engan árangur borið, og allt útlit er því fyrir að dagar Kompáss séu taldir.

„Eftir að okkur var sagt upp á Stöð 2 settum við okkur í samband við Þórhall Gunnarsson hjá Sjónvarpinu og buðum honum að koma með þátt af svipuðum toga og Kompás. Það mál var að velkjast um í nokkra mánuði og það var ekki fyrr en í júní sem við fengum algjört afsvar frá Þórhalli, sem taldi sig ekki hafa svigrúm til þess að setja þáttinn á dagskrá,“ segir Kristinn og bætir því við að málið hafi strandað á peningum.

Jafnframt sá Skjár einn sér ekki fært að taka þáttinn í sýningar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson