Lundanum reddað

mbl.is/Sigurgeir

Lundakarlar komu að landi í dag en sá tími sem veiða mátti lunda, er nú á enda. Aðeins mátti veiða í 5 daga þetta sumarið. Venjulega stendur lundatíminn frá 1. júlí til 15. ágúst.

Síðustu 3-4 ár hefur hins vegar margt breyst í atferli lundans þannig að varp hefur verulega misfarist. Lundaveiði var því með minna móti og menn uggandi um að lunda mundi skorta á þjóðhátíð.

Það litla sem veiddist var þó verkað. Í gær kepptust lundakarlarnir í Álsey við að hamfletta, til að koma fuglinum sem fyrst í reyk svo langtímahefð haldist, reyktur lundi á þjóðhátíð. 

Þá hafa lundaveiðimenn um land allt lagt Eyjamönnum lið þannig að nægur lundi verður í boði í Dalnum til að standa undir Þjóðhátíðarhefðinni.

„Grímseyingar, Skagfirðingar og Húsvíkingar, það hjálpa okkur allir. Meira að segja hefur komið lundi frá Vigur, þannig að þetta kemur alls staðar af landinu," segir Magnús Bragason í Vestmannaeyjum í viðtali við eyjar.net en Magnús hefur verkað og reykt lunda fyrir Þjóðhátíð undanfarin ár.

„Þetta er samstaða landsmanna, ætli það sé ekki kreppan, hún er búin að þjappa okkur saman,“ segir Magnús ennfremur.

mbl.is/Sigurgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir