Cat Stevens aftur í sviðsljósið

Yusuf Islam, öðru nafni Cat Stevens, á tónleikum í El …
Yusuf Islam, öðru nafni Cat Stevens, á tónleikum í El Rey theatre í Los Angeles í maímánuði sl. Reuters.

Yusuf Islam, tónlistarmaðurinn sem þekktari er undir heitinu Cat Stevens, hefur boðað endurkomu sína í sviðsljósið með fyrstu tónleikaröð sinni frá 1976. Söngvaskáldið breska mun troða upp með kassagítar sinn og einu sinni enn leika vinsælustu lögin sín ásamt því að kynna fyrsta söngleik sinn, sem nefnist Moonshadow eftir einu þekktasta lagi hans.

Yusuf er núna 61 árs að aldri, fæddur í Lundúnum sem Steven Georgiou og átti fjölmarga smelli á sjöunda og áttunda áratugnum sem Cat Stevens. Hann tók múhameðstrú árið 1977, tók sér nafnið Yusuf Islam í samræmi við trú sína, og helgaði krafta sína kennslu og mannúðarmálum.

Hann sneri sér aftur að tónlist þegar kom fram á 21. öldina, gaf út popp-plötuna An other Cup 2006, hina fyrstu í 28 ár en nú undir nafninu Yusuf. „Söngvar mínir hafa alltaf sagt sögur svo að það er eðlilegt af mér að þróa þá út í sviðssöngleik,“ segir hann í viðtali við AFP-fréttastofuna. „Þetta hefur tekið mjög langan tíma en mig hefur alltaf dreymt um semja söngleik Að alast upp í West End í London, umkringdur leikhúsum og sýningum,  hefur augljóslega haft mikil áhrif á mig.“

Hann segist upphaflega viljað verða tónskáld, en ekki poppstjarna. „Undarlegt að það hefur næstum tekið alla ævina en það bara þurfti - sagan er einhverskonar spegilmyndhvörf af mínu eigin ferðalagi svo að ég geri ráð fyrir að þetta hafi orðið að bíða þar til ég væri kominn þangað sem ég er núna.“

Smellir hans undir nafninu Cat Stevens eru m.a. Wild World, Morning Has Broken, Peace Train, Father And Son og The First Cut Is The Deepest. Hann naut mikilla vinsælda hér á landi á sínum tíma og í seinni tíð hefur KK verið iðinn að leika lög hans í morgunþætti sínum á Gufunni.

Ákveðnir hafa verið fernir tónleikar í nóvember og desember, þ.e. í Dublin, Birmingham, Liverpoll og Royal Albert Hall í London.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir