Brúðkaup að gömlum sið

Guðni Páll Sæmundsson og Bryndís Geirsdóttir á brúðkaupsdaginn
Guðni Páll Sæmundsson og Bryndís Geirsdóttir á brúðkaupsdaginn

 Þann 29. ágúst síðastliðinn voru hjónin Guðni Páll Sæmundsson og Bryndís Geirsdóttir gefin saman í Reykholtskirkju. Athöfnin fór fram eftir Grallaranum og voru hjónin klædd eftir gamalli hefð. Sr. Geir Waage gaf hjónin saman og fylgt var gömlum íslenskum brúðkaupssiðum þar sem brúðhjónin mætast á miðju kirkjugólfi, bindast heitum sínum og setjast svo saman á brúðarbekk, hlýða lestrum og fá fyrirbæn og blessun.

Móðir brúðgumans, Ólafía Margrét Magnúsdóttir, tók að sér að sauma brúðarklæðin. Guminn var klæddur í hefðbundin 18. aldar föt, hnésíðar buxur, handprjónaða sokka með spjaldofnum böndum, tvíhneppt vesti og jakka. Brúðurin var klædd faldbúningi sem mun hafa verið í tísku á 17. öld. Það tók Ólafíu þrjú ár að vinna klæðin enda mikil nákvæmnisvinna.

Aðspurð segist Ólafía sjálf hafa klæðst öllu nútímalegri fötum við giftinguna. „Ég á sjálf upphlut en var ekki í honum þar sem mér fannst að þau ættu að njóta sín í sínum búningum.“ Klæðin munu vera til sýnis í Reykolti næstu misseri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson