Martin getur ekki lifað án banjós

Martin plokkar banjóið.
Martin plokkar banjóið.

Margir telja gamanleikarann Steve Martin með fyndnari mönnum en þegar banjóið er annars vegar er hann grafalvarlegur.

Martin, sem er orðinn 64 ára, hefur leikið á banjó síðan hann var 16 ára og mun njóta talsverðrar virðingar innan bluegrass-tónlistarheimsins. Hann er nú á tónleikaferðalagi til að kynna nýja plötu sína, The Crow: New Songs for the Five-String Banjo, en á henni syngja meðal annars með honum þau Dolly Parton og Vince Gill. Flest laganna 16 eru annars án söngs og öll nema eitt eru eftir Martin sjálfan.

„Ég get ekki ímyndað mér lífið án banjósins,“ sagði Martin við fréttaritara Reuters. „Ég kann afskaplega vel við hljóminn í banjói. Ég get ekki útskýrt hvers vegna,“ bætti hann við og blaðamaðurinn bjóst við að staðhæfingunni fylgdi brandari en hann kom aldrei. Martin er alvarlegur þegar hann ræðir um hljóðfærið.

„Mér finnst einfaldlega heillandi hvar er hægt að gera með banjói, breiddin í tónsviðinu og hljómnum.“ Martin hristi höfuðið þegar hann var spurður hvort hann hafi ef til vill gert ranga listgrein að ævistarfi.

„Ég var alltaf svo áhugasamur um gamanleik að ég hefði aldrei gerst atvinnuhljóðfæraleikari. Ég er hinsvegar svo heppinn að hafa banjóið að áhugamáli.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson