This Is It frumsýnd

Stjörnurnar voru viðstaddar í Los Angeles þegar Mihael Jackson kvikmyndin This Is It var frumsýnd í gær. Hún var frumsýnd samtímis í 17 borgum á heimsvísu. Fjölmargir aðdáendur popparans fylgdust með þegar stjörnur á borð við Will Smith, Jackson-bræðurnir og Jennifer Lopez mættu á frumsýninguna í Los Angeles.

This Is It var búin til úr yfir 80 klukkutímum af myndefni sem var tekið upp við síðustu æfingar Jacksons fyrir tónleikaröð popparans í London. Kenny Ortega, leikstjóri myndarinnar, segir að það hafi verið áskorun að setja myndina saman, en að útkoman hafi verið þess virði.

Aðrar stjörnur á borð við Paris Hilton, Anne Heche og Paula Abdul létu einnig sjá sig. Þá voru dansarar og aðrir sem tóku þátt í æfingunum með Jackson viðstaddir. 

Svo virðist sem að aðdáendur popparans hafi verið ánægðir með myndina. Einn þeirra, Justin Coughlan frá Írlandi, var í það minnsta yfir sig hrifinn. 

This Is It verður frumsýnd um allan heim í dag, en hún verður aðeins sýnd í tvær vikur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson