Tiger Woods hættir keppni um tíma

Hjónin Elin Nordegren og Tiger Woods á síðasta ári.
Hjónin Elin Nordegren og Tiger Woods á síðasta ári. Reuters

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods tilkynnti í kvöld, að hann hefði tekið sér ótímabundið hlé frá keppni. Þá viðurkenndi hann í yfirlýsingu á heimasíðu sinni, að hafa verið eiginkonu sinni, Elin Nordegren, ótrúr.

„Ég geri mér fulla grein fyrir þeim vonbrigðum, sem ég hef valdið svo mörgum með ótryggð minni, einkum konu minni og börnum. Ég vil enn og aftur lýsa því yfir, að ég sé afar mikið eftir því, sem ég hef gert og biðst afsökunar. Það kann að vera að ekki sé hægt að bæta þann skaða sem ég hef valdið en ég vil gera mitt besta til að reyna það," segir Woods á heimasíðunni.

Hann segist vilja biðja alla um að sýna sér skilning, þar á meðal aðdáendur sína, starfsmenn stofnunarinnar sem ber nafn Woods, og aðra atvinnukylfinga. Nú sé mikilvægt að fjölskylda hans fái tíma og næði meðan sárin séu að gróa.

„Eftir að hafa íhugað málið lengi hef ég ákveðið að taka mér ótímabundið hlé frá keppni í golfi. Ég þarf að einbeita mér að því að verða betri eiginmaður, faðir og manneskja," segir Woods. 

Á annan tug kvenna hefur komið fram opinberlega á undanförnum dögum og sagst hafa átt í ástarsambandi við Woods í lengri eða skemmri tíma á síðustu árum. 

Hálfur mánuður er liðinn frá því Woods lenti í bílslysi utan við heimili sitt. Fullyrt var að hann hefði flúið reiði eiginkonu sinnar eftir að hún stóð hann að verki við að senda ástkonu sinni SMS. Woods hefur ekki sést opinberlega síðan.  

Tiger Woods og Elin Nordegren hafa verið gift í fimm ár. Þau eiga tveggja ára gamla dóttur og tæplega ársgamlan son.

Heimasíða Tigers Woods

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson