Dánarorsök Caravaggio upplýst

Dánarorsök ítalska myndlistarmannsins Caravaggio hefur alltaf verið ráðgáta en nú, fjögur hundruð árum eftir lát hans, er talið að upplýst verði um hvað dró hann til dauða. Mannfræðingar hafa grafið upp bein sem voru undir kirkju í Toskana og telja að þau séu bein Caravaggio.

Ýmsar getgátur hafa verið um hver dánarorsökin var. Einhverjir hafa haldið því fram að hann hafi látist úr malaríu en aðrir að hann hafi verið tekinn af lífi. 

Hann er sagður hafa veikst af malaríu, þegar hann elti skip sem hann missti af, en um borð voru síðustu verk hans; myndir sem hann er sagður hafa ætlað að færa páfa í þakkarskyni fyrir náðun vegna morðs sem hann framdi fjórum árum áður.

Sérfræðingur í list Caravaggios, Maurizio Marini, segir þessa grafhvelfingu þá líklegustu til að hafa geymt bein listamannsins, af átta hvelfingum sem komu til greina. Caravaggio var grafinn í kirkjugarði bæjarins en árið 1956 voru öll bein frá þeim tíma grafin upp og komið fyrir í þessum grafhvelfingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson