Kiddi Casio: Sjáumst á Þjóðhátíð

Kiddi Casio baksviðs á Aldrei fór ég suður.
Kiddi Casio baksviðs á Aldrei fór ég suður. mbl.is/Ernir

Hljómsveitin Sólinn frá Sandgerði tróð upp við mikinn fögnuð á Rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður á Ísafirði í gærkvöldi með poppstjörnuna Kidda Casio í fararbroddi. 

Sólinn fór á svið um klukkan 23 í gærkvöldi þegar hátíðin stóð sem næst. Meðlimir hljómsveitarinnar voru ekki að reyna að finna upp hjólið heldur fluttu kunna sveitaballaslagara á borð við Sódómu með Sálinni hans Jóns míns en einnig fékk Eurovisionlag Jóhönnu Guðrúnar að hljóma í flutningi sveitarinnar. Sveitin fékk afar hlýjar og góðar móttökur.

Kiddi Casio var studdur í spunann þegar mbl.is hitti hann að máli að flutningnum loknum. „Sjáumst á Þjóðhátíð,“ sagði Kiddi og svo mörg voru þau orð enda var kappinn umkringdur æstum aðdáendum um leið og komið var niður af sviðinu.

Kiddi var með kunna tónlistarmenn með sér við flutninginn: Frey Eyjólfsson útvarpsmann úr Geirfuglunum, Jón Geir úr Ampop og Halldór Gunnar Pálsson kórstjóra Fjallabræðra. Kiddi veigraði sér ekki við því að láta þá heyra ef honum fannst eitthvað upp á vanta í flutningnum. 

Kiddi Casio þar sem hann kann best við sig.
Kiddi Casio þar sem hann kann best við sig. mbl.is/Ernir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg