Stones dusta rykið af gömlu lagi

Mick Jagger og félagar eiga greinilega ýmislegt í pokahorninu.
Mick Jagger og félagar eiga greinilega ýmislegt í pokahorninu. Reuters

Rykið hefur verið dustað af gömlu lagi með Rolling Stones, sem verður gefið út í takmörkuðu upplagi sem sjö tommu smáskífa á morgun þegar haldið verður upp á Record Store Day, sem er alþjóðlegur dagur óháðra plötuverslana.

Lagið fannst nýverið en það var tekið upp þegar Stones voru að vinna að meistaraverkinu Exile On Main Street, sem kom út árið 1972. Það hefur hins vegar beðið síns tíma í læstri hvelfingu.

Félagarnir í Rolling Stones fundu lagið  þegar þeir voru að vinna að endurútgáfu plötunnar, sem verður gefin aftur út 18. maí nk.

Aðeins hafa verið gerð 1.000 eintök sérstaklega fyrir Plötubúðardaginn, sem er nú haldinn í fjórða sinn.

Hljómsveitir á borð við Bítlana, Pet Shop Boys og Goldfrapp munu einnig senda frá sér lög í takmörkuðu upplagi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson