Ætlar að bæta Esjutímann sinn

Leifur á Helgrindum á Snæfellsnesi og sést Kirkjufell í Grundarfirði …
Leifur á Helgrindum á Snæfellsnesi og sést Kirkjufell í Grundarfirði vel í baksýn.

„Nei, ég var aldrei skáti. Ég reykti ábyggilega alltof mikið til þess. Nei, ég er bara Vestfirðingur og var notaður sem smalahundur í æsku og fjöllin voru þess vegna fljótlega komin í blóðið.

Vestfirðingar eru svo lélegir að temja hunda og það er líka miklu auðveldara að siga strákum heldur en hundum,“ segir Leifur Hákonarson, sem er víðförull og afkastamikill göngugarpur.

Leifur hefur gengið vítt og breitt um landið og þar að auki farið í fjallgöngur erlendis, s.s. í Skotlandi, og Bandaríkjunum og í langa göngu á Grænlandi. Leifur er flugumferðarstjóri og fararstjóri hjá Útivist en segist hafa verið orðinn svo þungur á sér í fyrra að ástæða hafi verið til að hefja „Esjuátak“. Alls gekk hann 100 sinnum á fjallið í fyrra og á þessu ári hefur hann farið upp á Þverfellshorn í Esjunni 74 sinnum, nú síðast í gær.

Sjá nánar um þennan fjallagarp og afrek hans í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson