George Michael handtekinn

George Michael.
George Michael. Reuters

Breski tónlistarmaðurinn George Michael var handtekinn í Hampstead í Lundúnum á sunnudag vegna gruns um að hann væri ófær um að aka bifreið. Lögreglu barst tilkynning um að bifreið hefði verði ekið á byggingu í við Hampstead High Street.

Michael, sem er 47 ára gamall, var færður á lögreglustöð við rannsókn málsins. Honum var sleppt gegn greiðslu tryggingar. Popparinn er hins vegar ekki laus allra mála og þarf að mæta aftur á lögreglustöðina í næsta mánuði til að svara spurningum.

Árið 2007 missti Michael prófið í tvö ár eftir að hafa játað að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Hann var þá sakaður um að hafa ekið á þrjár kyrrstæðar bifreiðar og síðan stungið af án þess að hafa látið eigendurna vita.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka