Danaprins segir danskan mat feitan

Margrét Danadrottning og Hinrik prins.
Margrét Danadrottning og Hinrik prins.

Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Danadrottningar, er staddur í Shanghai í Kína, fór ekkert sérstaklega fögrum orðum um danskan mat þegar hann ræddi við kínverska blaðamenn; sagði matinn fullan af fitu.

„Kínverskur matur er mjög léttur en sá danski er fullur af fitu og ekki mjög auðmeltur, svo vægt sé til orða tekið," hafa danskir fjölmiðlar eftir prinsinum, sem er franskur að upppruna.  

Hinrik sagðist einnig vera einn af fáum prinsum í heiminum, sem gæti búið til mat. 

„Ég lærði sem ungur námsmaður, að búa til mat til að drepast ekki úr hungri. Ég hef ferðast mikið frá blautu barnsbeini og er vanur allskonar mat. En ég hef ekki lagt í að búa til kínverskan mat því það er svo erfitt og hann er svo góður," sagði prinsinn. 

Danir flytja mikið af grísaeyrum, grísatám og grísatrýnum til Kína og fengu fyrir þessar vörur um 700 milljónir danskra króna á síðasta ári. Enginn Dani vill hins vegar borða þetta.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson