Spéfuglar slógu upp veislu

Casper Christensen stillti sér upp í myndatöku ásamt starfsmönnum Sjávarkjallarans …
Casper Christensen stillti sér upp í myndatöku ásamt starfsmönnum Sjávarkjallarans í gærkvöldi.

Dönsku spéfuglarnir Frank Hvam og Casper Christiansen héldu veislu á Sjávarkjallaranum ásamt Gunnari Hanssyni í gærkvöldi að loknu uppistandi í Háskólabíói í gær, þar sem helstu grínarar Norðurlandanna leiddu saman hesta sína.

„Þetta var gríðarlega gaman,“ segir Gunnar í samtali við mbl.is, og á þar bæði við sjálfa sýninguna og veisluna sem hófst að henni lokinni. 

Fjölmenni var í Háskólabíói þar sem skandinavískt grín var í fyrirrúmi og tengist sýningin nýrri íslenskri gamanþáttaröð sem hefur göngu sína um næstu helgi og nefnist Mér er gamanmál. Þar fræðir Frímann Gunnarsson nágrannaþjóðir Íslendinga um sanna kímni.

Eftir að allir grínararnir höfðu lokið sínu uppistandi settust þeir í sófann hjá Frímanni Gunnarssyni og var Casper Christiansen óvæntur gestur. 

Þeir Ari Eldjárn og Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, voru á meðal þeirra íslensku spéfugla sem skemmtu gestum í Háskólabíói í gærkvöldi.

Dönsku spaugararnir, sem eru þekktastir fyrir gamanþættina Klovn, munu hafa óskað sérstaklega eftir því að íslenskur humar og lamb væri á boðstólnum, en þeir félagar eru kunnugir eigendum Sjávarkjallarans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir