Jónsi vann í Ósló

Jónsi með verðlaunin í Ósló í kvöld.
Jónsi með verðlaunin í Ósló í kvöld. mbl.is/Arnar Eggert

Platan Go, sem Jón Þór Birgisson, Jónsi, sendi frá sér á síðasta ári, hlaut í kvöld norrænu tónlistarverðlaunin, sem veitt voru í Ósló í kvöld fyrir bestu norrænu plötu síðasta árs.

„Tónlist sigurvegarans hefði aðeins getað orðið til hér í norðrinu," segir í umsögn dómnefdarinnar. „Hún hljómar og bragðast næstum eins og Ísland. Þetta er hugrökk og ákveðin popptónlist sem vefur sér um hjarta þitt með marglitum tónum."

„Þetta kom mér virkilega á óvart, ég átti ekki von á þessu," sagði Jónsi eftir að niðurstaðan hafði verið tilkynnt í Jakobskirkju í Ósló  í kvöld. „Ég ætlaði að fara í rómantíska helgarferð til Óslóar. Ég vissi lítið um þessi verðlaun en vissi þó að Ólöf Arnalds og Robyn hefðu verið tilnefndar."

Hann sagði við mbl.is, að hann vildi koma á framfæri kæru þakklæti til hinna strákanna í Sigur Rós fyrir auðsýnda þolinmæði og drengskap á meðan hann var í þessu sólóstússi.  

Hákon krónprins Noregs afhenti verðlaunin í kvöld en Ólöf Arnalds var meðal þeirra, sem komu fram á verðlaunahátíðinni. Plata Ólafar, Innundir skinni, var einnig tilnefnd til verðlaunanna. 

Um er að ræða ný verðlaun, sem voru veitt í fyrsta skipti í kvöld. Upphaflega voru 60 plötur tilnefndar til verðlaunanna frá öllum Norðurlöndunum en í desember  voru 12 plötur valdar í endanlegt úrtak. Dómnefnd, skipuð fulltrúum frá Norðurlöndunum fimm sá um að velja endanlega á listann en tugur blaðamanna og bransafólks frá allri Skandinavíu kom að forvalinu. Það er svo alþjóðleg dómnefnd sem sá um að velja þá einu plötu sem hreppti lokahnossið og  hún var skipuð kanónum úr alþjóðlega tónlistarheiminum, m.a. Rob Young, sem ritstýrði The Wire og skrifar nú fyrir Uncut og The Wire og Laurence Belle, eiganda Domino Records.

Ólöf Arnalds söng lag á verðlaunahátíðinni.
Ólöf Arnalds söng lag á verðlaunahátíðinni. mbl.is/Arnar Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson