Býst ekki við öskrandi aðdáendum á Íslandi

Tónlistarmaðurinn Jamie Cullum prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Monitor, en hann heldur tónleika á Íslandi í júní. Cullum hafði gaman af ummælum landa síns Ed Westwick sem leikur í Gossip Girl, en eins og frægt er orðið sagði Westwick að það hafi verið eins og Bítlaæði þegar hann kom til landsins.

„Aðdáendur mínir eru kannski ekki beinlínis týpurnar sem fara að öskra á eftir mér. Hann er hins vegar að leika í Gossip Girl, þannig að líklega var fullyrðingin um Bítlaæðið rétt hjá honum,“ segir Cullum.

Cullum er söluhæsti djasslistamaður allra tíma í Bretlandi. Hann hefur verið tilnefndur til fjölda verðlauna, þar á meðal Golden Globe fyrir að semja tónlistina í kvikmyndinni Gran Torino. Hann er þekktur fyrir frábæra sviðsframkomu og á tónleikum er ekki óalgengt að sjá hann taka upp á hlutum á borð við að bítboxa, halda appelsínum á lofti og stökkva af píanóinu. Hægt er að nálgast miða á tónleikana hér.

Vegna páskafrísins kemur Monitor að þessu sinni út á miðvikudegi og verður dreift með fríblaðinu Finni á öll heimili landsins.

Jamie Cullum er spenntur fyrir því að koma til Íslands.
Jamie Cullum er spenntur fyrir því að koma til Íslands. Allan Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson