Hrafnhildur hringitónn

Hrafnhildur Halldórsdóttir. stækka

Hrafnhildur Halldórsdóttir.

Fagnaðarlæti Hrafnhildar Halldórsdóttur, sem lýsir Eurovisionkeppninni í Düsseldorf fyrir Ríkisútvarpið,  eru nú orðinn að hringitóni fyrir farsíma sem hægt er að hlaða niður á vefsíðu símafyrirtækisins Vodafone.

Hrafnhildur gat ekki leynt gleði sinni og fagnaði með miklu öskri þegar Vinir Sjonna komust áfram í aðalkeppni Eurovision á þriðjudagskvöld. Hrafnhildur sagðist síðan vart mega mæla og afsakaði sig með því að hún þyrfti að hætta að tala, því að hún væri alveg að fara að gráta. 
 
Hringitónninn

Fögnuður Hrafnhildar


  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda