Bítlasamningur á 2,6 milljónir króna

Bítlarnir Paul McCartney, Ringo Star, George Harrison og John Lennon
Bítlarnir Paul McCartney, Ringo Star, George Harrison og John Lennon Reuters

Samningur sem gerður var fyrir hönd Bítlanna um að koma fram á tónleikum í Kaliforníu í Bandaríkjunum 31. ágúst árið 1965 hefur verið seldur á uppboði í Los Angeles fyrr í vikunni fyrir rúmar 23 þúsund dollara eða sem nemur u.þ.b. 2,6 milljónum króna.

Samningurinn er undirritaður af umboðsmanni Bítlanna, Brian Epstein, og þar kemur meðal annars fram að þeir færu sérstaklega fram á að þurfa ekki að spila við aðstæður þar sem áhorfendur væru aðskildir eftir kynþætti.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að þetta hafi ekki verið í fyrsta skiptið sem Bítlarnir hafi gert slíka kröfu fyrir því að koma fram á tónleikum í Bandaríkjunum.

Söluverðið á samningnum er langt fyrir ofan það sem uppboðshaldararnir vonuðust eftir en þeir höfðu gert sér vonir um 3-5 þúsund dollara. Ekki hefur verið upplýst hver kaupandinn er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson