Winehouse á topp breska vinsældalistans

Amy Winehouse á tónleikum.
Amy Winehouse á tónleikum. Reuters

Nýjasta breiðskífa bresku tónlistarkonunnar Amy Winehouse, sem lést í júlí sl., fór beint á topp breska vinsældalistans í dag, en aðdáendur Winehouse hafa keypt tæplega 200.000 eintök af plötunni sem heitir Lioness: Hidden Treasures.

Platan var gefin út að henni látinni. Þar er að finna aðrar útgáfur af lögum sem þegar hafa notið vinsælda með henni. Einnig er að finna áður ótúgefin lög og ábreiður.

Salaam Remi og Mark Rosnson, sem standa að útgáfunni, segjast hafa sett saman 12 laga plötu eftir að hafa hlustað á mörg þúsund klukkustundir af tónlist sem Winehouse hafði tekið upp.

Winehouse var aðeins 27 ára gömul þegar hún lést vegna ofneyslu vímuefna og áfengis.

Talsmaður breska vinsældalistans segir að alls hafi selst 194.000 eintök á einni viku. Winehouse náði ekki þeim árangri á meðan hún lifði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg