Leikkona, söngkona og dansari

Ísold á tíu ára afmælisdaginn sinn.
Ísold á tíu ára afmælisdaginn sinn. mbl.is

Það var Ísold Ylfa S. Jakobsdóttir sem flutti landsmönnum lokalagið í áramótaskaupinu í gærkvöldi. Hún söng íslenskan texta við lag bresku tónlistarkonunnar Adele, „Rolling in the Deep“. Ísold gekk fremst í flokki krakkahóps sem minnti okkur á hverjir taka við landinu, hverjir eru framtíðin; „við krakkarnir ykkar, þetta pínulitla lið“.

Ísold er tíu ára nemandi í  Víðistaðaskóla og alls ekki ókunnug því að koma fram. „Ég er búin að vera í söng- og leiklistarskólanum Sönglist síðan ég var sex ára. Mamma er kennari þar,“ segir Ísold en móðir hennar er Erla Ruth Harðardóttir leikkona.

„Mamma mín var beðin að finna fimm stelpur sem hún héldi að myndu treysta sér til að syngja þetta lag. Við fórum allar í prufu og sungum þá lagið á ensku og svo valdi leikstjórinn eina stelpu og tvær sungu bakraddir. Ég var valin og fannst það rosalega skemmtilegt,“ segir Ísold. Hún hefur oft komið fram í nemendasýningum Sönglistar, í Stundinni okkar, Spaugstofunni  og leikið í stuttmyndum auk þess sem hún dansaði í áramótaskaupinu í fyrra. Það kemur því ekki á óvart að Ísold stefnir að því að verða söngkona, leikkona og dansari þegar hún verður eldri. 

Ísold æfði sig mikið fyrir upptökurnar á áramótaskaupinu og segir þær hafa gengið mjög vel. „Þetta tók dálítinn tíma því það var tekið upp á svo mörgum stöðum og það voru margir krakkar. En mér fannst þetta mjög gaman og svo er fólkið sem vann að skaupinu líka svo frábært.“

Spurð hvort það hafi ekki verið skrítið að sjá sjálfa sig í sjónvarpinu í gærkvöldi jánkar Ísold því en segir það jafnframt hafa verið mjög skemmtilegt. „Það hafa margir hrósað mér og sagt að ég hafi staðið mig mjög vel,“ segir Ísold.

Ísold með hundinum sínum Steina.
Ísold með hundinum sínum Steina. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson