Bragðað á Íslandi í Boston

Frá tónlistarbræðingi á Taste of Iceland-hátíðinni í Boston.
Frá tónlistarbræðingi á Taste of Iceland-hátíðinni í Boston.

 Íbúar í Boston í Bandaríkjunum nutu Íslands í margvíslegri mynd á Taste of Iceland-hátíðinni sem fram fór í borginni 1.-4. mars síðastliðinn. Reykjavík Calling tónleikaformið var í fyrsta skipti reynt á austurströndinni og tæplega 800 manns mættu til leiks á „The Paradise Rock Club“ í Boston.  Á Reykjavík Calling bræða tónlistarmenn frá Íslandi og viðkomandi stað saman ólíka menningarheima í það sem Back Beat sagði vera „einstakt og fordæmalaust samstarf … sem reyndist vera fullt andagiftar og upplífgandi menningarreynsla.“  Á tónleikunum í Boston leiddu saman hesta sína Soley Stefansdottir & Dave Munro, Lay Low & Amory Sivertson, Petur Ben & Will Dailey og Mugison & Eli "Paperboy" Reed og var það í samstarfi við WERS útvarpsstöðina.  

Hákon Már Örvarsson töfraði fram fjögurra rétta íslenskan matseðil á einum vinsælasta veitingastað Boston The Easter Standard Kitchen and Wine og notaði til þess íslenskt hráefni og matargerð. Garrett Harker eigandi Eastern Standard Kitchen and Wine sagði að Taste of Iceland á Eastern Standard hefði verið „afar vel tekið af bæði starfsfólki og gestum.  Það var frábært að vinna með Hákoni og hann jók skilning okkar verulega á íslenskri matargerð og menningu og á sama tíma voru gestir í himinhæðum yfir uppvakningu Íslands í hringiðu matarmenningar Boston.“  

Lokahnykkurinn var svo bíómyndin Sumarlandið og heimildarmyndin Inni sem voru sýndar fyrir fullu húsi í „Kendall Square Cinema“ á sunnudag.

Hátíðin var skipulögð af markaðsverkefninu Iceland Naturally og fékk umfjöllun í mörgum fjölmiðlum í Massachusetts og þar á meðal Boston Herald, Boston Globe, Metro, Patriot Ledger, WERS og WBZ Radio (CBS útvarpsstöð) sem nær til 38 fylkja í Bandaríkjunum ásamt Kanada.

Sjá myndir frá tónleikunum hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson