Hættir vegna hakakrosshúðflúrs

Jevgení Nikitín sýnir húðflúrin á hægri framhandlegg sínum.
Jevgení Nikitín sýnir húðflúrin á hægri framhandlegg sínum. AFP/Claudia Levetzow

Rússneski óperusöngvarinn Jevgení Nikitín tilkynnti í dag að hann hefði hætt við að taka að sér aðalhlutverkið í uppfærslu Bayreuth-tónlistarhátíðarinnar á Wagner-óperunni Hollendingnum fljúgandi. 

Nikitín ákvað þetta í kjölfar þess að þátturinn „Aspekte“ á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF ákvað að fjalla sérstaklega um húðflúrið á bringu hans, en þar má m.a. finna hakakross. Nikitín sagði að hann hefði ekki áttað sig á því hversu mikil særindi slík tákn gætu valdið. „Ég lét gera þetta þegar ég var ungur“ sagði Nikitín, en hann var einu sinni í rokkhljómsveit. „Þetta voru ein af stærstu mistökunum sem ég hef gert á ævinni, og ég óska þess að ég hefði aldrei gert þetta.“

Tónlistarhátíðin í Bayreuth er tileinkuð verkum þýska tónskáldsins Richard Wagner og dregur að sér fjölda aðdáenda á hverju ári. Hún hefur þó á stundum þurft að glíma við skugga fortíðarinnar, en Adolf Hitler var mikill aðdáandi Wagners og mætti oft á hátíðina á sínum tíma. 

Ákvörðun Nikitíns, sem er bassa-barítón, þýðir að stjórn hátíðarinnar hefur einungis þrjá daga til þess að finna nýjan aðalsöngvara í hlutverk skipstjórans á Hollendingnum fljúgandi, sem neyðist til að sigla um heimshöfin sjö þar til hann finnur ástina. Verkið var fyrsta alvöru ópera Wagners.

Óperuhúsið í Bayreuth
Óperuhúsið í Bayreuth AFP/ JOERG KOCH
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson