Vann Dropbox-dansbardaga

Vala og Sesselja sýna mynd sína á RIFF.
Vala og Sesselja sýna mynd sína á RIFF. Morgunblaðið/Ómar

„Myndin er um unga vef-frumkvöðla í Bandaríkjunum og Evrópu. Við hittum fólk undir þrítugu sem var búið að stofna vef-fyrirtæki á borð við Vimeo og Dropbox,“ segir Valgerður Halldórsdóttir sem ásamt vinkonu sinni Sesselju G. Vilhjálmdóttur ákvað árið 2010 að búa til heimildamyndina The Startup Kids. „Um jólin 2009 gáfum við út spil sem heitir Heilaspuni og í kjölfar velgengni þess langaði okkur að stofna okkar eigið fyrirtæki. Þá ákváðum við að ferðast um heiminn og spyrja fólk sem var þegar búið að stofna sín eigin fyrirtæki út í það ferli og fá góð ráð frá því. Síðan gerðum við heimildamynd um það,“ segir Vala.

Unnu dans-bardaga
Við gerð myndarinnar ferðuðust þær stöllur til San Francisco, New York, Berlínar, London, Kaupmannahafnar og Stokkhólms og upplifðu á þessum tíma ýmis ævintýri. „Þetta er náttúrlega fyrsta myndin okkar svo við lentum í ýmsum ævintýrum sem tengjast slíkri frumraun. Svo lentum við í ýmsum skondnum atvikum, til dæmis þegar við fórum til Dropbox-gaursins, þá var hann nýbúinn að leigja heila hæð á besta stað í San Francisco sem skrifstofuhúsnæði og fylla hana af svona spilakassa-dansvélum. Sesselja tók dans-bardaga við hann og hún vann. Því miður máttum við ekki mynda bardagann,“ segir Vala og hlær.

Hvatning til góðra verka
Vala vonast til þess að myndin veiti ungu fólki innblástur og hvetji fólk til að láta sína drauma rætast. Myndin hefur verið forsýnd hér heima og erlendis og hafa þær fengið mjög góð viðbrögð við myndinni. „Við héldum forsýningu hérna heima þar sem við buðum íslenskum frumkvöðlum og samkvæmt þeim þá kveikti myndin vel í þeim og var mikil hvatning. Myndin á þó erindi við alla, ekki bara frumkvöðla.“ segir Vala.

Rétt að byrja
Hún segir myndina ekki síður hafa verið innblástur fyrir þær sjálfar og þær eru nú að fara að gefa út sitt fyrsta app á næstunni og því greinilega nóg framundan hjá vinkonunum. Þó að myndin sé nú frumsýnd hérlendis er því ferðalagi hvergi nærri lokið því nýlega tryggði bandaríska dreifingafyrirtækið Filmbuff sér réttinn á mynd stelpnanna og ætlar að dreifa myndinni um allan heim. „Við höfum skynjað mikinn áhuga á myndinni erlendis og er því spennandi að koma henni í dreifingu sem víðast.“

Meira í Monitor. Blaðið má lesa í heild sinni hér að neðan. Fyrir neðan blaðið má svo skoða „trailerinn“ fyrir The Startup Kids.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson