Sorg á Playboy-setrinu

Hugh Hefner syrgir góða vinkonu.
Hugh Hefner syrgir góða vinkonu. mbl.is/Cover Media

Ritari Hugh Hefner til yfir 40 ára, Mary O'Connor, lést á dögunum.

„Mary lést í dag. Við elskuðum hana meira en orð fá lýst,“ tísti Playboy-kóngurinn á sunnudag.

Þakkaði Hefner O'Connor fyrr á árinu fyrir að hafa gert sitt til að hann og nýjasta eiginkona hans, Crystal Harris, náðu aftur saman. Hafði fyrri tilraun parsins, sem gifti sig á nýársdag, farið út um þúfur árið 2011 þegar Crystal snerist hugur á elleftu stundu. „Það var Mary sem varð til þess að Crystal kom til baka. Henni leið bölvanlega og nefndi það við Mary. Hún sagði henni að skrifa mér bréf og segja mér hvernig henni liði sem hún og gerði,“ sagði Playboy-konungurinn í byrjun janúar og þakkaði Mary hjónabandið.

Mary brá oft fyrir í sjónvarpsþáttunum þekktu um lífið á Playboy-setrinu. Gegndi hún þar hlutverki eins konar Guðmóður stúlknanna og er sárt saknað. Hafa þær Holly Madison, Kendra Wilkinson-Baskett og aðrar þekktar allar minnst hennar með hlýhug á vef- og Twitter-síðum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson