Fæddir á vitlausum tíma

Davíð, Rubin, Daníel og Jökull skipa hljómsveitina Kaleo.
Davíð, Rubin, Daníel og Jökull skipa hljómsveitina Kaleo.

„Við hefðum verið góðir á Woodstock,“ segir Jökull Júlíusson söngvari hljómsveitarinnar Kaleo sem ryður sér nú til rúms í íslensku tónlistarlífi. „Ætli við séum ekki bara fæddir á vitlausum tíma,“ bætir Jökull við en hljómsveitin er undir sterkum áhrifum tónlistar frá 7. og 8. áratugnum. „Annars spilum við mjög fjölbreytta tónlist, þó aðallega rokk með blúsívafi,“ segir Jökull.  

Hér á síðunni fá lesendur að heyra frumflutning á nýjasta lagi hljómsveitarinnar sem nefnist Rock ‘n Roller. Lagið er glænýtt úr smiðju þessarar mosfellsku hljómsveitar sem stefnir að útgáfu smáskífu í sumar. 

Kaleo kom fram á Airwaves síðasta haust við góðar undirtektir. „Nú bíðum bara eftir stóra tækifærinu,“ segir Jökull bjartsýnn á framhaldið og segir hljómsveitina eiga eftir að verða áberandi í sumar. „Við ætlum að spila sem mest á næstunni og breiða út boðskapinn í rokkinu.“

Hljómsveitin Kaleo hefur verið starfrækt í hálft ár og hana skipa: Jökull Júlíusson söngvari, Davíð Antonsson trommari, Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari og Rubin Pollock gítarleikari.

Hér er hægt að hlusta á þennan hressandi rokkslagara:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson