Hafði Beyoncé leyfi fyrir Kúbuferðinni?

Tveir þingmenn Repúblikanaflokksins vilja vita hvort bandaríska söngkonan Beyoncé og eiginmaður hennar,  Jay-Z, hafi haft leyfi bandarískra stjórnvalda til að ferðast til Kúbu þrátt fyrir viðskiptabann milli landanna. Hjónakornin fóru þangað í brúðkaupsferð sem hefur vakið mikla athygli. Dvöldu þau m.a. í höfuðborginni Havana.

Þingmennirnir Ileana Ros-Lehtinen og Mario Diaz-Balart sendu fjármálaráðuneytinu bréf á föstudag og báðu um upplýsingar um hvers konar leyfi Beyoncé og Jay-Z hefðu haft til ferðarinnar.

Í bréfinu vekja þingmennirnir athygli á því að samkvæmt bandarísku lögum sé bannað að veita leyfi til að flytja fé vegna ferðalaga milli landanna.

Segja þeir að ástæðan fyrir viðskiptabanninu sé sú að stjórnvöld á Kúbu hafi stutt við hryðjuverkastarfsemi. Þá bentu þingmennirnir, sem og margir aðrir, á að mannréttindabrot væru tíð á Kúbu.

Þingmennirnir segja að þeim bandaríkjadollurum sem sé eytt á Kúbu sé varið til kúgunar borgara landsins.

Beyoncé og Jay-Z vöktu mikla athygli á fimmtudag er þau gengu um götur Havana og heilsuðu fólki. Þá fóru þau út að borða.

Þau voru að fagna fimm ára brúðkaupsafmæli sínu og voru á ferðalagi með mæðrum sínum.

Bandaríkjamenn mega ekki heimsækja Kúbu og eyða þar peningum nema að fá sérstakt leyfi stjórnvalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson