Jolie mætt á rauða dregilinn eftir aðgerðina

Leikkonan Angelina Jolie segist hrærð yfir þeim miklu viðbrögðum sem hún fékk í kjölfar þess að segja frá því að hún hafi farið í brjóstnám vegna hættu á brjóstakrabbameini. Hún mætti á rauða dregilinn um helgina vegna frumsýningar kvikmyndarinnar World War Z sem maður hennar, Brad Pitt, leikur í.

Myndin var frumsýnd í London og var þetta í fyrsta sinn sem Jolie kom opinberlega fram frá því að hún fór í aðgerðina. „Mér líður vel og ég er þakklát,“ sagði Jolie samkvæmt frétt BBC.

Pitt sagði að málið allt hefði tengt fjölskylduna enn sterkari böndum.

Jolie fór í aðgerðina til að minnka líkur á að fá brjóstakrabbamein en hún ber gen sem eykur líkur á slíkum sjúkdómi til muna.

Hún sagðist vera mjög ánægð að sjá þá umræðu sem skapaðist eftir að hún sagði frá aðgerð sinni. „Það hefur skipt mig miklu máli.“

Jolie missti móður sína úr brjóstakrabbameini. Jolie hrósaði manni sínum fyrir stuðninginn. „Hann er yndislegur maður og yndislegur faðir. Ég er mjög heppin.“

Pitt var spurður um þá ákvörðun eiginkonunnar að segja frá aðgerðinni í grein í New York Times. „Henni fannst hún verða að deila með öðrum og það er mikilvægt fyrir hana að aðrir viti af þessum möguleika.“

Aðdáendur leikaraparsins höfðu margir hverjir beðið klukkustundum saman eftir að sjá þau við kvikmyndahúsið í London. Pitt sagði þau hafa fengið mjög hlýjar móttökur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson