Anna Chapman vill giftast Snowden

Anna Chapman.
Anna Chapman.

Anna Chapman, fyrrverandi njósnari Rússa sem var rekin úr landi í Bandaríkjunum árið 2010 vegna gruns um ólöglega starfsemi, sendi í gær í bandaríska uppljóstrarnum Edwars Snowden bónorð á Twitter.

Mál Chapman vakti heimsathygli á sínum tíma, en hún starfaði sem fasteignasali í New York þegar grunur vaknaði um að hún starfaði sem njósnari. Chapman er glæsileg kona og hefur starfað sem ljósmyndafyrirsæta.

Chapman skrifaði í gær eftirfarandi færslu á Twitter: „Snowden, viltu giftast mér?“ Hún bætti við síðar: „@nsa vilt þú passa börn okkar?“

Engum sögum fer af því hvernig Snowden lýst á bónorðið.

Hér má sjá það sem Anna Chapman skrifaði.
Hér má sjá það sem Anna Chapman skrifaði.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir