Ætlar að hætta að leika eftir Game of Thrones

Leikarinn Jack Gleeson í hlutverki sínu sem konungurinn Joffery Baratheon …
Leikarinn Jack Gleeson í hlutverki sínu sem konungurinn Joffery Baratheon í Game of Thrones. Ljósmynd/Úr Game of Throens

Leikarinn Jack Gleeson, sem leikur konunginn Joffery Baratheon í sjónvarpsþáttaseríunum Game of Thrones, sagði í samtali við Irish Independent að hann hygðist láta af störfum sem leikari eftir að tökum væri lokið.

Hann sagðist kjósa að lifa eðlilegu og einföldu lífi í stað glamurlífsins sem Hollywood hefði upp á að bjóða .

„Þetta var alltaf skemmtilegt áður fyrr, en er ég byrjaði að leika í Game of Thrones var það mögulega raunveruleikinn sem gerði þetta of raunverulegt fyrir mig. Sá lífstíll sem fylgir því að vera leikari í vinsælli sjónvarpsþáttaröð er lífstíll sem ég laðast ekki að,“ sagði Gleeson.

Leikarinn sagðist ekki horfa á sjálfan sig í þáttunum og vildi meina að vondi konungurinn Joffery Baratheon, sem hann leikur, væri ef til vill of vitfirrtur og miskunnarlaus fyrir hann að horfa á. „Þú reynir að greina þig frá vondu persónunni sem þú leikur er þú ert í hlutverkinu, en ef ég sé mig í sjónvarpinu, þá fæ ég hroll," sagði hann.

„Ég myndi vilja reyna verja hann, en ég myndi eiga í miklum erfiðleikum með það, “ sagði Gleeson um persónuna Joffery Baratheon og bætti við: „Ætli hann sé ekki svona út af fjölskyldu sinni. En ef við förum yfir kosti hans eru þeir ekki margir.“

Það sem hafði einnig áhrif á ákvörðun hans að hætta að leika eftir þáttaseríurnar var að hann er búin að vera í námi þar sem hann hefur einblínt á guðfræði og heimsspeki samkvæmt heimildum Rolling Stone. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson