Interpol og Portishead á Íslandi

Hljómsveitin Interpol.
Hljómsveitin Interpol.

Breska hljómsveitin Portishead og bandaríska sveitin Interpol verða á meðal þeirra sem leika fyrir gesti tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow's Parties í júlí næstkomandi. Hvorug sveit hefur spilað áður á Íslandi og segir Barry Hogan, stofnandi ATP, mjög spennandi að geta fært Íslendingum svo stórar hljómsveitir.

„Hljómsveitin Portishead á farsælan feril að baki og við höfum átt mjög náið samband við sveitina í gegnum tíðina,“ segir Hogan í tilkynningu frá ATP Iceland. „Portishead var listrænn stjórnandi á ATP árið 2007 en þá hafði sveitin verið í löngu fríi og ekki spilað á tónleikum í mörg ár. [...] Interpol, sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur hjá ATP, hefur hins vegar aldrei komið fram á viðburðum okkar og það er því mjög spennandi að tilkynna að þeir spila í fyrsta skiptið á ATP þegar ATP Iceland verður haldið í annað sinn í júlí á Ásbrú.“

Portishead verður stærsta nafnið föstudaginn 11. júlí og Interpol laugardaginn 12. júlí. 

Hljómsveitirnar Mammút, For a minor Reflection, Samaris, Sóley og Low Roar verða einnig á meðal þeirra hljómsveita og tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni. Á næstu vikum verður svo tilkynnt um fleiri erlendar og íslenskar hljómsveitir sem koma fram.

Eins og í fyrra verður tónlistarhátíðin haldin á Ásbrú. Á svæðinu verða tvö svið sem bæði eru innandyra en að auki verður haldið knattspyrnumót þar sem hljómsveitir etja kappi við gesti auk fleiri skemmtiatriða.

Allar plötur fengið mikið lof

Hin goðsagnakennda trip hop-hljómsveit Portishead var stofnuð árið 1991 í Bristol í Englandi en hljómsveitin er nefnd í höfuðið á nærliggjandi bæ sem ber sama nafn. Sveitin varð þekkt um allan heim eftir að hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 1994 sem bar titilinn Dummy. Á henni eru lög sem flestir kannast við svo sem Glory Box, Numb og Sour Times. Sveitin hefur einnig gefur út plöturnar Portishead (1997) og Third (2008) en allar plötur sveitarinnar hafa fengið mikið lof gagnrýnenda. Hljómsveitin Portishead þykir halda einstaklega flotta tónleika þar sem mikið er lagt upp úr hljóð- og sjónrænni upplifun gestanna.

Ein stærsta rokkhljómsveit heims

Rokkhljómsveitin Interpol kemur frá New York í Bandaríkjunum en hún var stofnuð árið 1997. Sveitin gaf út plötuna Turn on the bright lights árið 2000 sem var gríðarlega vinsæl og gagnrýnendur kepptust við að ausa hana lofi. Platan var valin besta platan árið 2002 hjá Pitchfork og var í 10. sæti yfir bestu plöturnar hjá NME það árið. Hljómsveitin varð í kjölfarið ein stærsta rokkhljómsveit í heimi og á gríðarlega marga aðdáendur. Interpol hefur gefið út fjórar breiðskífur og er á von nýrri breiðskífu fyrir sumarið.

Vefsvæði hátíðarinnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson