Adele á tónleikaferðalagi árið 2015

Söngkonan Adele.
Söngkonan Adele. mbl.is/AFP

Aðdáendur söngkonunnar ættu að hoppa hæð sína af gleði því hún ætlar að á tónleikaferðalag um heiminn 2015.

Adele, sem hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir tónlist sína, hefur einbeitt sér að móðurhlutverkinu síðustu tvö ár eða frá því hún átti son sinn, Angelo.

Hún hefur því ekki verið áberandi síðan plata hennar, 21, kom á markað árið 2011 (fyrir utan lagið Skyfall).

„Núna er verið að ræða tónleikaferðalag um Bretland og Norður-Ameríku, allavega, en mögulega mun hún ferðast um allan heim,“ sagði heimildarmaður The Daily Record. 

Adele, sem er 25 ára gömul, hefur verið að taka upp nýja plötu með tónskáldinu James Ford og textahöfundinum Kid Harpoon. Hún var búin að heita því að fara ekki í tónleikaferðalag fyrr en sonur hennar væri orðin tveggja ára. „Hún hefur getað eytt miklum tíma síðustu tvö ár með syni sínum, hún vill halda því áfram auk þess að kynna nýtt efni. Adele er byrjuð að vinna aftur en hún tekur allt upp á sínum hraða. Hennar aðalsmerki hefur alltaf verið gæði tónlistarinnar, svo að hún vill ekki flýta sér að koma einhverju frá sér.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson