Daðraði við 17 ára stúlku

James Franco.
James Franco. AFP

Bandaríski leikarinn James Franco segist skammast sín fyrir samskipti sín á netinu við 17 ára gamla skoska stúlku. Leikarinn sendi stúlkunni m.a. myndir og skilaboð á netinu. Þessu var lekið á netið og kom þar fram að hann hefði reynt að fá stúlkuna til að hitta sig á hóteli.

Franco kom í gær fram í viðtalsþættinum Live with Kelly and Michael. „Mér líður asnalega. Ég vildi ekki koma í þennan þátt og bara líða asnalega. Svo já, ég meina, ég skammast mín líklega,“ sagði Franco um daður sitt við stúlkuna.

„Ætli ég sé ekki gott dæmi um hversu varasamir samfélagsmiðlar eru. Þú veist, þarna hittist fólk nú til dags. En það sem ég hef líklega lært, því ég er nýbyrjaður að nota þetta, er að maður veit ekkert við hvern maður er í raun að tala á netinu. Ég játa dómgreindarleysi og hef lært mína lexíu.“

Fréttin um daður Franco við stúlkuna var lekið á netið á fimmtudag. Mörgum þykir tímasetningin undarleg því nú er verið að frumsýna nýjustu kvikmynd hans þar sem  hann leikur einmitt kennara  sem heldur við einn nemanda sinn á unglingsaldri. 

En Franco virðist raunverulega skammast sín í viðtalinu sem sjá má hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav