Máli á hendur Bob Dylan vísað frá dómi

Bob Dylan.
Bob Dylan. mbl.is

Dómstóll í París hefur vísað frá dómi máli á hendur Bob Dylan sem kærður var fyrir hatursáróður með því að jafna framferði Króata í stríðinu á Balkanskaga við framferði þýskra nasista í seinni heimsstyrjöldinni.

Kæra var gefin út á hendur Dylan í nóvember sl. vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali við tímaritið Rolling Stone magazine árið 2012. Kvörtuðu hagsmunasamtök Króata í Frakklandi (CRICCRF) undan yfirlýsingum hans, en um var að ræða svar við spurningu um samskipti kynþáttanna í Bandaríkjunum.

„Sértu þrælapískari í eðli þínu eða í leynifélagi hvítra manna þá skynja blökkumenn það. Það eymir enn eftir af þeim málum. Rétt eins og gyðingar skynja nasista í mönnum og Serbar skynja Króata í mönnum,“ sagði Dylan.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Dylan hefði ekki gefið leyfi til að brúka samtalið í franskri útgáfu Rolling Stone, en samtök Króata notuðu það til að kæra tónlistarmanninn. 

Dómarinn ákvað hins vegar að réttur skyldi settur yfir ritstjóra frönsku útgáfunnar vegna máls þessa. „Ég er afar sáttur við að réttarfarskerfið skildi að Bob Dylan ætlaði sér aldrei að særa nokkurn né ærumeiða,“ sagði lögmaður hans, Thierry Marembert, að dómi uppkveðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson