Þessi verða á Rauðasandi í júlí

Frá Rauðasandi
Frá Rauðasandi mbl.is/Ómar

Tónlistarhátíðin Rauðisandur Festival verður haldin í þriðja sinn í sumar dagana 3.-6. júlí. Fjöldi listamanna hefur nú þegar staðfest komu sína en fleiri tilkynninga er að vænta á næstu vikum.

Þeir sem þegar er staðfest að komi fram eru:

  • Sam Amidon (USA)
  • Emilíana Torrini
  • Lay Low
  • Moses Hightower
  • Ylja
  • Amaba Dama
  • Boogie Trouble
  • Vök
  • Soffía Björg
  • My Bubba (DK)
  • Nolo
  • Pascal Pinon
  • Loji
  • Bob Justman
  • Makrel

Auk tónlistardagskrár er sem fyrr boðið upp á ýmislegt annað eins og fjallgöngur með leiðsögn, jóga á sandinum, sandkastalakeppni, galdrastundir með seiðkonu og í ár verður teymi viðarhöggslistamanna með opna vinnustofu á sandinum sem allir mega taka þátt í og selaskoðun á sandinum með leiðsögn fyrir alla fjölskylduna. Ítarlegri dagskrá verður kynnt síðar.

Í kvöld verður sk. vorboði hátíðarinnar, þ.e. upphitunartónleikar sem fram fara á KEX hosteli kl. 19:30 og eru öllum opnir endurgjaldslaust. Miðasala á hátíðina hefst á tónleikunum í kvöld.

Nokkrir listamannanna sem munu koma fram í hlöðunni í ár ætla að hleypa þessu ári af stokkunum með aðstandendunum en þau eru:

  • Lay Low
  • Ylja
  • Amaba Dama
  • Soffía Björg

Sjá nánar á facebooksíðu tónlistarhátíðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson