Leikstjóri X-Men kærður fyrir nauðgun

Bryan Singer.
Bryan Singer. Af Wikipedia

Leikstjóri X-Men-myndanna, Bryan Singer, hefur verið kærður fyrir að nauðga táningspilti seint á tíunda áratugnum.

Í dómsskjölum sem lögð hafa verið fram í málinu segir að leikstjórinn hafi notað völd sín, lyf og áfengi, til að þvinga drenginn til samfara.

Hið meinta fórnarlamb heitir Michael Egan og er nú 31 árs. Hann krefst skaðabóta. Hann segir að ofbeldið hafi staðið yfir um tíma og átt sér stað í partíum bæði í Kaliforníu og á Hawaii seint á tíunda áratugnum.

Lögmaður Singers segir að hann hafni ásökunum og segi þær „fáránlegar“ og ekki eiga við nein rök að styðjast, að því er fram kemur í The Hollywood Reporter.

Í dómsskjölum kemur fram að Singer og Egan hafi hisst fyrst í partíi í Kaliforníu árið 1998. Fram kemur að í veislunum sem um ræðir hafi fullorðnir karlmenn haft kynmök við „marga táningsstráka sem voru þar viðstaddir.“

Egan flutti frá Nevada til Los Angeles er hann var 14 ára. Hann ætlaði sér að verða leikari.

Hann segir að Singer og fleiri karlmenn hafi hótað sér og sagst „stjórna Hollywood“ og myndu gera vonir hans um feril á leiklistarsviðinu að engu ef hann myndi ekki „halda þeim ánægðum.“

Í dómsskjölunum segir að Egan hafi flogið til Hawaii að minnsta kosti tvisvar sinnum árið 1999. Þá var hann sautján ára. Þar hafi Singer gefið honum eiturlyf og áfengi og brotið gegn honum kynferðislega margsinnis.

Singer hefur leikstýrt þremur X-Men kvikmyndum. Hann leikstýrði einnig The Usual Suspects, Valkyrie og Jack The Giant Slayer.

Nýjasta mynd hans, X-Men: Days Of Future Past verður frumsýnd í næsta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson