81 árs kona kvartar undan einelti

Kim Novak fékk heiðursverðlaun við Óskarsverðlaunaathöfnina 2. mars sl. Með …
Kim Novak fékk heiðursverðlaun við Óskarsverðlaunaathöfnina 2. mars sl. Með henni á myndinni er Matthew McConaughey. AFP

Bandaríska leikkonan Kim Novak segist hafa upplifað einelti eftir að hún kom fram á Óskarsverðlaunahátíðinni í síðasta mánuði þar sem hún fékk heiðursverðlaun. Skopast hafi verið að útliti hennar. Hún segir nauðsynlegt að fólk rísi upp gegn þeim sem standi að einelti á netinu.

Novak er þekktust fyrir leik sinni í myndinni  Vertigo í leikstjórn Alfreds Hitchcocks. Hún er orðin 81 árs gömul og hefur lítið komið fram opinberlega síðustu ár.

Novak segir það ekkert leyndarmál að hún hafi látið sprauta fitu í andlit sitt til að líta betur út. Eftir Óskarsverðlaunaathöfnina var fjallað um útlit leikkonunnar í fjölmiðlum og í samfélagsmiðlum. Donald Trump lét t.d. þau ummæli falla að Novak ætti að fara í mál við lýtalækni sinn.

Novak segir að framkom fólks í hennar garð sé ekkert annað en einelti. „Ég ætla ekki að sitja þegjandi lengur undir þessu. Það er ekki hægt að láta fólk komast upp með ummæli sem hafa neikvæð áhrif líf fólks,“ segir Novak í opnu bréfi.

Novak sagðist ekki hafa farið út úr húsi fyrst eftir óskarsverðlaunaathöfnina vegna þeirrar gagnrýni sem hún varð fyrir. Hún segist ekki vera tilbúin til að sitja ein með þær óþægilegu tilfinningar sem hún hafi upplifað eftir athöfnina.

Novak gagnrýndi líka ummæli sem voru látin falla um leikkonuna Lizu Minnelli, en Ellen DeGeneres gerði grín að útliti hennar.

Novak segir að það hafi lengi tíðkast í kvikmyndaiðnaðinum í Hollywood að skopast að útliti fólks. Það hafi verið ein ástæða þess að hún dró sig í hlé. Hún hafi hins vegar verið búin að öðlast sjálfstraust til að koma fram opinberlega á ný.

Novak kom fram á kvikmyndahátíðinni í Cannes á síðasta ári og hún segist einungis hafa mætt góðu viðmóti þar. Allt annað hafi verið upp á teningnum í Hollywood.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson