Meðlimur N'Sync ósáttur við Backstreet Boys

Meðlimir Backstreet Boys á góðri stundu
Meðlimir Backstreet Boys á góðri stundu Mynd/AFP

Hljómsveitin Backstreet Boys tilkynnti um það í fyrra að þeir ætluðu að koma aftur saman eftir nokkurra ára hlé og hafa þeir nýverið gefið út nýja plötu. Joey Fatone, fyrrum meðlimur hljómsveitarinnar N'Sync hefur gagnrýnt meðlimi hljómsveitarinnar og segir þá einungis vera að þessu peninganna vegna. 

„Ég fæ það á tilfinninguna að þeir þurfi á peningunum að halda. Ekki taka þessu illa strákar, en flestir hljóta að spyrja sig, hvers vegna þið eruð að þessu,“ sagði Fatone í viðtali við Huffington Post. Ætlun hans var greinilega ekki að standa í orðaskaki við meðlimi Backstreet Boys en sú ætlun hans gekk ekki eftir því nú hefur Nick Carter, meðlimur Backstreet Boys svarað honum fullum hálsi. 

„Ég varð fyrir vonbrigðum. Ég hef alltaf kunnað að meta Joey,“ skrifar Carter á Twitter-síðu sína. „Ég er stoltur af því sem við erum og því sem við höfum gert. Þegar allt kemur til alls snýst þetta um að valda aðdáendum okkar ekki vonbrigðum. Sorry vinur, en þú hefur rangt fyrir þér,“ skrifar Carter einnig á Twitter. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson