Stolt af óléttukúlunni

Leikkonan Olivia Wilde.
Leikkonan Olivia Wilde. mbl.is/AFP

Leikkonan Olivia Wilde hélt að hún myndi ekki sýna ört vaxandi óléttukúluna. Þegar  fréttirnar hins vegar spurðust út að leikkonan ætti von á sínu fyrsta barni með leikaranum Jason Sudeikis, varð leikkonan samstundis ólétt og stolt – og vildi sýna öllum óléttukúluna.

„Ég hugsaði með mér að ég ætlaði að halda þessu leyndu. Ég endaði síðan á því að sýna kúluna stolt,“ sagði leikkonan í samtali við tímaritið Lucky og bætti við: „Ég var stolt af því að vera kona og vildi segja: horfðu á mig, ég er að búa til einstakling. Ég er gyðja!“

Ófætt barn hennar hefur ekki aðeins mýkt hana heldur segist hún vera breytt manneskja.

„Meðgangan færir þig á annan stað, í einhverskonar samfélag – þér finnst þú tengdari konum á einhvern hátt sem þú hefur ekki fundið fyrir áður,“ sagði Wilde.

Leikkonan er sett á 4. maí og á von á dreng.

Olivia Wilde og Jason Sudeikis.
Olivia Wilde og Jason Sudeikis. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson