„Við viljum bara skemmtilegustu skemmtikraftana“

Þjóðhátíð í Herjólfsdal,
Þjóðhátíð í Herjólfsdal,

„Hefurðu skoðað hlutfallið á tónlistarfólki á Íslandi? Eru þau alveg 50 prósent?“ spyr Hörður Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, þegar blaðamaður spyr hann út í kynjahlutföll þeirra listamanna sem kynntir hafa verið á Þjóðhátíð.

Tilkynnt hefur verið að Skálmöld, Mammút, Fjallabræður ásamt Sverri Bergmann, Jónas Sigurðsson, Kaleo, Baggalútur, Quarashi og Skítamórall muni stíga á sviðið í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina en í þessum hópi eru aðeins fjórar konur.

Í fyrra tóku um 60 listamenn þátt í kvölddagskrá þjóðhátíðar í Eyjum en aðeins þrír þeirra voru konur eða um fimm prósent flytjenda. 

„Það er bara stefnan hjá okkur að vera með vinsælustu og bestu tónlistarmenn landsins, við erum ekki búin að velta okkur upp úr kynjahlutföllum þótt það væri auðvitað gaman að hafa þetta jafnara,“ segir Hörður aðspurður hvort ætlunin sé að rétta hlutfallið af þetta árið. 

„Við viljum bara skemmtilegustu skemmtikraftana óháð kyni,“ segir Hörður og áréttar að enn eigi eftir að kynna fleiri listamenn til leiks.

Leiðrétting: Upprunalega stóð í fréttinni að aðeins hefðu verið bókaðar þrjár konur á hátíðina í ár en það rétta er að þær eru fjórar enda er einn Fjallabræðra Unnur Birna Björnsdóttir

Skálmöld og Baggalútur á þjóðhátíð

Quarashi á þjóðhátíð

Mammút og Kaleo á þjóðhátíð

Konur eru 5% flytjenda á þjóðhátíð

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson