Samdi heila plötu um fyrrverandi eiginkonuna

Robin Thicke og Paula Patton á meðan allt lék í …
Robin Thicke og Paula Patton á meðan allt lék í lyndi. ROBYN BECK

Stuttu eftir að skilnaður þeirra Robin Thicke og Paula Patton var tilkynntur í mars lýsti Thicke því yfir að hann myndi reyna að ná Patton aftur. Óhætt er að segja að Thicke hafi meint það en nú hefur hann gefið út lagið „Get Her Back“ sem er um fyrrum eiginkonu kappans. Í myndbandinu við lagið, sem er frekar dramatískt, sést Thicke blóðugur og grátandi syngja til Patton. Jafnframt sést í konu sem líkist Patton og reglulega birtast smáskilaboð sem eiga að vera alvöru skilaboð á milli fyrrum hjónanna. 

Í skilaboðunum sem birtast í myndbandinu koma upp setningar eins og „Þú drekkur of mikið,“ og „Þú ert mér til skammar,“sem eiga þá að vera frá Patton til Thicke.

Lagið og myndbandið er ekki eini liðurinn í áætlun Thicke um að ná konu sinni aftur, en nýjasta plata söngvarans heitir einfaldlega „Paula“ og á víst að vera öll um fyrrum konu söngvarans. Ekki er þó vitað hversu vel það fór í Patton að sjá hennar persónulegu smáskilaboð í myndbandinu fyrir alla að sjá. 

Myndbandið má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir