Segir brottreksturinn sanngjarnan

Söngkonan Cheryl Cole.
Söngkonan Cheryl Cole. mbl.is/AFP

Cheryl Cole segir það hafa verið sanngjarnt að hún hafi verið rekin úr X Factor-þáttunum í Bandaríkjunum, að því er vefsíða Daily Mail greinir frá.

Cheryl Cole var ein af þáttastjórnendum og dómurum X Factor-þáttanna í Bandaríkjunum en hún var rekin eftir aðeins nokkrar vikur í starfinu. 

Þá segir hún í samtali við breska tímaritið Elle að hún hafi átt erfitt andlega.

Getgátur voru uppi um hvort breskur hreimur Cheryl Cole hefði spilað inn í brottreksturinn eða að hún hefði einfaldleg haft heimþrá og ekki náð að koma sér nægilega vel fyrir í Los Angeles. Söngkonan var hins vegar ekki sátt með hvernig henni var sagt upp en talið er að hún sé nú komin aftur til London.

Hugsanlegt þykir að ástæða brottrekstrarins sé sú að Cheryl Cole hafi ekki komið nægilega vel saman við hina þrjá dómara keppninnar, eða þau Simon Cowell, Paula Abdul og La Reid.

Nicole Scherzinger kemur í stað Cheryl Cole sem dómari í þáttunum en hún var áður meðlimur hljómsveitarinnar Pussycat Dolls.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir