Kemur Thorpe út úr skápnum?

Sundmaðurinn Ian Thorpe
Sundmaðurinn Ian Thorpe Mynd/Wikipedia

Hinn nífaldi Ólympíuverðlaunahafinn í sundi, Ian Thorpe verður í ítarlegu viðtali við sjónvarpsstöðina British TV í heimalandi sínu á morgun. Margir fjölmiðlar halda því fram að þar muni hann í fyrsta skiptið tala opinskátt um kynhneigð sína. 

Ástralinn sem vann til þriggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000 og tveggja í Aþenu árið 2004 hefur ávallt hafnað þeim sögusögnum um að hann sé samkynhneigður og hefur hann átt í ástarsambandi við fjölda kvenna. 

Fréttamiðlar greina einnig frá því að hann muni í viðtalinu greina frá baráttu sinni við þunglyndi sem reyndist honum afar erfið á tímabili. Thorpe hætti keppni í sundi árið 2006. Árið 2011 tilkynnti hann að hann hyggðist gera tilraun til þess að komast á Ólympíuleikana í London árið 2012 en tókst honum það að lokum ekki. 

Í kjölfar frétta dagsins hefur stuðningsyfirlýsingum rignt yfir Thorpe á Twitter. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson