Clinton vill hringlaga skrifstofu

Hillary Clinton
Hillary Clinton AFP

Hillary Clinton gaf í skyn að hún væri tilbúin fyrir skrifstofu án horna í viðtali hjá spjallþáttarstjórnandanum John Stewart í gær. 

Stewart reyndi eftir fremsta megni að veiða upp úr Clinton yfirlýsingu um forsetaframboð, en því hafði hann lofað áhorfendum í upphafi þáttarins.

Clinton gaf hins vegar lítið upp en sagðist þó í gríni hafa ætlað að tilkynna um framboð sitt í þættinum en Stewart hefði nú eyðilagt það fyrir henni.

Þá spurði Stewart hana hvort hún kysi frekar að vera með skrifstofu heima hjá sér eða að ferðast í vinnuna. „Ég hef eytt mörgum árum í að ferðast. Ég myndi eiginlega frekar kjósa heimaskrifstofu. Það myndi ganga,“ sagði hún kímin.

„Áttu þér eitthvað uppáhalds form fyrir þessa heimaskrifstofu? Ætti hún að vera með hornum eða ekki,“ sagði Stewart og vísaði þannig í hringlaga skrifstofu forseta Bandaríkjanna.  „Heimurinn er svo flókinn, því færri horn, því betra,“ sagði Clinton og uppskar fögnuð áhorfenda.

Að lokum spurði Stewart hvort hún nyti þess að vera stöðugt undir smásjá fjölmiðla en Clinton svaraði að orðnotkunin „að njóta“ væri líklega röng heldur búist hún frekar við því og lifi það af. „Það fylgir starfinu,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson