Fegurðardrottning með sykursýki

Sierra Sandison
Sierra Sandison Mynd/Twittersíða Sandison

Fegurðardrottningin Sierra Sandison, sem vann Ungfrú Idaho-keppnina síðasta laugardag, hefur vakið mikla athygli fyrir að vera óhrædd við að sýna insúlínpumpuna sína. Sandison var greind með sykursýki 1 fyrir tveimur árum.

Úrslitakvöldið klæddist hún svörtu bikiníi með pumpuna öllum sjáanlega. Á bloggsíðu sinni segist hún í fyrstu hafa notað sprautur vegna þess að hún vildi ekki að fólk sæi pumpuna öllum stundum. Þegar hún komst hins vegar að því að ungfrú Bandaríkin árið 1999, Nicole Johnson, var með pumpu þegar hún tók þátt í keppninni, þó svo að hún hafi ekki verið sjáanleg, ákvað Sandison sjálf að vera með og vera stolt af pumpunni.

Á stuttum tíma hefur Sandison orðið fyrirmynd marga er glíma við sykursýki og hafa myndir af konum með insúlínpumpu hrannast upp á Facebook og Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson